18.4.2006 | 17:03
Gufan
Gamla góða gufan. Já ég hlusta stundum á hana (reyndar langoftast ef ég kveiki á útvarpinu) og hef oftast gaman af. Til dæmis finnst mér þátturinn Orð skulu standa mjög skemmtilegur. Stundum dett ég inn á þáttinn Í vikulokin og í þeim þætti furða ég mig á hversu oft ég er ósammála viðmælendum með margt eða finnst umræðan hreint og beint leiðinleg.
Síðasta laugardag voru nokkrar kellur í þættinum og einn karl. Þar voru m.a. rædd jafnréttismál, allt í lagi með það, sjálfsagt að ræða þau. En það sem pirrar mig er nálgunin við efnið og allskonar alhæfingar. T.d. fullyrtu konurnar helbera nauðsyn þess að auka þyrfti hlut kvenna í stjórnunarstöðum og þar fram eftir götunum en samkvæmt niðurstöðum einhverrar rannsóknar hefur hlutfall kvenna ekki aukist í stjórnunarstöðum síðast liðin 10 ár. Til að gera konum kleyft að taka virkari þátt í þarf að jafna þátttöku karla í verkum heimilisins.
Allt í lagi þetta var það sem kom fram í þættinum en nú má ég segja frá mínum pælingum. Hvað ef meirihluti kvenna kærir sig ekki um ábyrgðarstöður/stjórnunarstöður, þarf að pína þær í það bara vegna þess að þær eru konur? Hvað ef konur eru ekki tilbúnar að sleppa tökunum á heimilishaldinu?
Reyndar verð ég nú að segja ,sem kona sem talað hefur við ótal konur, þá virðist mér að margar konur leyfa karlpeningnum ekki að taka virkari þátt í heimilishaldi þó þeir vildu. Meðvitað eða ómeðvitað veit ég ekki en hversu oft taka konur fram fyrir hendur manna sinna þegar kemur að mörgum heimilisverkum? Einfaldlega vegna þess að þær treysta mönnunum ekki til að gera þetta jafnvel og þær gera. Þeim er bara ýtt til hliðar og það er letjandi fyrir blessaða karlana. Til hvers að gera eitthvað ef alltaf er fundið að því sem gert er? Þá er betra að sleppa heimilisverkunum... nei ekki aldeilis því þá kvarta konurnar enn meira yfir letihaugnum á heimilinu. Þegar staðan er svona þá má segja að langflestar konur í sambúð eru stjórnunarstöðum þrátt fyrir allt, þær eru framkvæmdastjórar á sínu heimili.. og ekki endilega góðir stjórnendur eða hvað?
Þetta er bara ein sýn á málið...Ég fyrir mitt leyti kæri mig ekki að vera framkvæmdastjóri annarstaðar en heima hjá mér, það er nóg.
Stundum væri gaman að heyra umræðu um jafnréttismál á þennan veg: Auka þarf hlutfall karla í umönnunarstörfum á elliheimilum.
Athugasemdir
Spurningin er náttúrulega hvort opinberir aðilar eigi yfir höfuð að blanda sér í starfsval fólks, óháð því hvort það sé karl- eða kvenkyns. Fólk ætti að hafa frelsi til að velja sér þann starfsvettvang og væntingar til frama sem það kýs og óháð kyni.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 17:17
svo gaeti umraedan lika farid a thann veg ad auka thyrfti hlutfall karla i hjukrunarfraedi, felagsfraedi o.s.frv i haskolanum eins og gert var med verkfraedina thar sem var farid i atak ad auka hlut kvenna thar.
En med heimilisstorfin tha er thad oft rett ad kvenmenn taki yfir fra kollunum sinum og leyfi ekki ad gera hitt og thetta :)
kvedja
Nafnalaus
vargur (IP-tala skráð) 23.4.2006 kl. 05:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.