Ég er á limminu

Jáhá, ég er við það að fyllast viðbjóði á sælgætisáti.  Kannski ég ætti að fá mér eina lúku í viðbót af nammi og þá fæ ég endanlegt ógeð á sjálfri mér og steinhætti þessum óþverra það sem eftir er ævinnar.  Ekki veitir af þar sem sælgætis magnið hefur verið óhóflega mikið síðustu viku og ég hef ekki híft minn íburðamikla rass upp og drattast í ræktina.  Mig vantar framtaksemi fram yfir löngun.  Löngunin til að púla og svitna í ræktinni og snúa baki við óhollu mataræðinu er til staðar en framtaksemin er greinilega enn í sumarfríi á fullum launum.  Erfitt að keppa við það. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband