Ég var að klára meðferð.

Ég var að klára meðferð og hef þess vegna ekki skrifað neitt hér inn í marga daga.  Ég ræð svo illa við að koma lífi mínu á réttan kjöl og blaðra um það á sama tíma.  Ég á enn eftir að vinna í ýmsu en það ætti að hafast á næstu dögum.  Ég veit að það tekst ef maðurinn minn styður mig í því en hann tekur sér tveggja vikna frí.  Einnig hjálpar svo sannarlega að eldri drengurinn okkar byrjar í tímabundinni vistun á morgun.  Ég get þá einbeitt mér frekar að ganga frá lausum endum og klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum í lífi mínu undanfarið.   Vonandi rætist úr mínum málum og ég verið stolt af því sem ég hef áorkað og best væri að geta deilt því með fleirum, það er svo gott að heyra frá öðrum ef vel gengur.  Ég læt vita fljótlega hvernig gengur og vona bara heitt og innilega að það falli ekki allt í sama gamla farið aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband