5.5.2006 | 07:42
Er þetta blogg nógu áhugavert?
Ætli það fari ekki eins í ár og í mörg önnur ár þegar kosningar hafa verið. Ég ætla mér alltaf að kynna mér mjög vel stefnumál allra flokka, bera þau saman og kjósa þann flokk sem mér lýst best á. En svo þegar kosningadagurinn rennur upp hef ég ekki gert neitt af þessu og vitneskja mín um þessi mál sem og önnur þjóðfélags og heimsmál rista ekki dýpra en fyrirsagnirnar í blöðunum.
Ég verð líklegast að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ástæðan fyrir þessari pólitísku leti sé hreinlega ekki nógu mikill áhugi. Eða eins og ég hef eftir jóga leiðbeinanda einum hér í bæ; leti er ekki til, það vantar bara áhugaverðari verkefni. Það er ekki nóg að vilja það þarf að vilja mikið!
Þetta er örugglega sama ástæðan og fyrir því að mér gengur illa að lifa heilsusamlegu líferni, mér finnst það hreinlega ekki nógu spennandi. Það er mun áhugaverðara að kitla bragðlaukana með allri óhollustunni. Belgja mig út af brauði og kexi og háma í mig risavaxna skammta sem duga heilli fjölskyldu í Afríku. Mér hlýtur að finnast meira varið í maga, læri og rass sem líta út og eru eins viðkomu og ofhefað gerdeig en stinna kroppa. Annars væri ég ekki svona...mjúk. Mig vantar bara meiri áhuga á því að líta betur út en ég geri..........................eða hvað?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.